16.10.2008 | 14:01
Við viljum, en vilja þeir?
Það er augljóst að allt er betra en íslenskir matadorpeningar. Við Íslendingar værum rosa flottir með Norskar krónur í vösunum. Er samt hálfhræddur um að Norðmenn gætu reynst minni frændur en áætlað, ef við biðjum þá að skipta inn Frónkrónunum okkar.
Að yfir höfuð ræða möguleikann á því að taka upp annan gjaldmiðil en evruna held ég að sé óraunhæft. Þetta þýðir náttúrulega að Ísland þarf að ganga með í ESB. En Ef menn eru á því að Norska krónan sé betri kostur, þá finnst bara ein virkilega skjótvirk leið:
- Við fyllum nokkra togara af atvinnulausum verðbréfasölum og ráðumst á Noreg. Við getum verið viss um að þeir flýja (verðbr.salarnir) eins og fætur toga þegar hitnar í kolunum. Norðmennirnir reka flóttann, vonandi alla leið til Íslands, við gefumst upp alveg eins og skot og göngum Norðmönnum á hönd. Og abrakadabra, við eigum olíu og fullt af peningum (alvöru peninga), hafsjó af skíðagönguköppum og sígarettupakkinn kostar 100 Kall NOK (ca 50000000 ISK)
Verður ekki betra....
Vill norsku krónuna inn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:04 | Facebook
Um bloggið
Þórður Erlingsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.