Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fréttir af Íslandi í sænskum blöðum

Fréttin, sem birtist i Dagens Industri er geysivinsæl og lesendur keppast um að skrifa athugasemdir af ýmsum toga. Kommentin eru samt merkilegri en fréttin, þar sem helmingur lesenda hellir sér yfir Ísland og Íslendinga, segja að þeir geti sjálfum sér um kennt og það sé ekki von að vel fari þegar ótýndir slordónar og rollubændur fari í bankaleik. Hinn helmingurinn er fullur samúðar í garð íslenskrar alþýðu og margir eru reiðir yfir því að Sænsk og Norsk stjórnvöld láti Íslenska frændur sína berjast eina gegn öllum heiminum.

Ber er sér hver að baki......

 


mbl.is Glitnir í Svíþjóð seldur á útsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við viljum, en vilja þeir?

Það er augljóst að allt er betra en íslenskir matadorpeningar. Við Íslendingar værum rosa flottir með Norskar krónur í vösunum. Er samt hálfhræddur um að Norðmenn gætu reynst minni frændur en áætlað, ef við biðjum þá að skipta inn Frónkrónunum okkar.

Að yfir höfuð ræða möguleikann á því að taka upp annan gjaldmiðil en evruna held ég að sé óraunhæft. Þetta þýðir náttúrulega að Ísland þarf að ganga með í ESB. En Ef menn eru á því að Norska krónan sé betri kostur, þá finnst bara ein virkilega skjótvirk leið:

  1. Við fyllum nokkra togara af atvinnulausum verðbréfasölum og ráðumst á Noreg. Við getum verið viss um að þeir flýja (verðbr.salarnir) eins og fætur toga þegar hitnar í kolunum. Norðmennirnir reka flóttann, vonandi alla leið til Íslands, við gefumst upp alveg eins og skot og göngum Norðmönnum á hönd. Og abrakadabra, við eigum olíu og fullt af peningum (alvöru peninga), hafsjó af skíðagönguköppum og sígarettupakkinn kostar 100 Kall NOK (ca 50000000 ISK)

Verður ekki betra....

 


mbl.is Vill norsku krónuna inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljómandi framtíðarhorfur

Jæja, þá eru velflestar Evrópuþjóðir búnar að seilast í sparibaukinn til þess að redda blessuðum bönkunum. Þetta er samt bara byrjunin og áður en yfir líkur verður sjálfsagt farið að bergmála í einni og annarri ríkiskistu. Ég býst fastlega við að bankarnir noti auranna skynsamlega, td í lán fyrir hlutabréfakaupum hvor í öðrum. Síðan væri náttúrlega sniðugt að kaupa svolítið af húsbréfum af könunum og restina væri snjallt að nota til þess borga líknarvökuna hjá amerískum bílaiðnaði.

Láta bara vaða, eldingunni getur bara ekki slegið niður tvisvar á sama stað.
Eða hvað?

 


Um bloggið

Þórður Erlingsson

Höfundur

Þórður Erlingsson
Þórður Erlingsson

Skagfirðingur að mestu leiti.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband